Stjórnvöld á Kanaríeyjum gáfu í dag út eldgosaviðvörun til að bregðast við langvarandi smáskjálftahrinu sem staðið hefur síðustu þrjá mánuði.
Yfirvöld á eyjunni El Hierro gáfu í dag út 2. stigs eldgosaviðvörun í kjölfar jarðskjálfta sem náði 4,3 á richter sem skók eyjuna í gær. Smáskjálftavirkni hefur verið mikil á svæðinu að undanförnu.
Ákveðnum fjallavegum hefur verið lokað og íbúum hefur verið gert að fylgjast með tilkynningum yfirvalda.
Eyjan El Hierro er lítil eyja í Kanaríeyjaklasanum. Hún mótaðist eins og hinar í eldgosum. Á henni eru um 500 eldfjöll.
