Erlent

Eldflaugasérfræðingur ISIS felldur í drónaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa fellt eldflaugasérfræðing Íslamska ríkisins í drónaárás í ÍrakJasim Khadijah er talinn hafa stýrt eldflaugaárásum ISIS og einnig bera ábyrgð á dauða bandarísks landgönguliða sem féll í stórskotaárás á bandaríska herstöð í Írak í síðasta mánuði.

Nokkrir landgönguliðar særðust í árásinni, en Bandaríkjamenn höfðu komið upp herstöðinni til að styðja sókn íraska hersins gegn Mosul.

Sá sem lét lífið var annar bandaríski hermaðurinn sem féll í bardaga frá því að Bandaríkin hófu að herja á ISIS árið 2014.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir reglulega myndbönd af loftárásum sínum gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Finna má rás á Youtube í gegnum myndbandið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×