Ekki tímabćrt ađ rćđa hćkkun á leigu

 
Innlent
10:58 07. ÁGÚST 2012
Katrín Jakobsdóttir rćddi málefni Hörpu í dag.
Katrín Jakobsdóttir rćddi málefni Hörpu í dag.

„Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu.

Málefni Hörpu voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar gerði Katrín ríkisstjórninni grein fyrir því að til stendur að einfalda rekstur Hörpunnar með því að fækka stjórnum og gera eigendastefnu til fimm ára.

Katrín segir hins vegar ekki tímabært að hækka leigu úr 170 milljónum í 341 milljón. Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru á fjárlögum frá íslenska ríkinu. Katrín bendir aftur á móti á að Harpa sé í eigu bæði ríkis og borgar og báðir aðilar veðri að leggja sitt af mörkum við að bæta reksturinn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ekki tímabćrt ađ rćđa hćkkun á leigu
Fara efst