LAUGARDAGUR 30. APRÍL NÝJAST 16:32

Jóhann Berg međ mark og stođsendingu á Elland Road

SPORT

Ekki sparka í Cristiano Ronaldo

 
Meistaradeildin
23:00 04. MARS 2013
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY

Graeme Murty, fyrrum hægri bakvörður Reading, leitaði til landsliðsfélaga síns Darren Fletcher á sínum tíma til að fá góð ráð til að reyna að stoppa Cristiano Ronaldo.

BBC fékk Murty til að skrifa um viðskipti sín við Ronaldo og birti pistilinn sem hluta af upphitun sinni fyrir seinni leik Manchester United og Real Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real mætir á Old Trafford á morgun í beinni á Stöð 2 Sport.

„Fyrir fyrsta leikinn minn á móti Ronaldo þá talaði ég við Darren Fletcher hjá United sem spilaði þá með mér í skoska landsliðinu," skrifar Graeme Murty í pistli sínum.

„Fletcher gaf mér bara eitt ráð sem var að sparka ekki í Cristiano Ronaldo. Ef ég gerði það þá yrði hann reiður og reyndi allt til að láta mig líta eins illa út og mögulegt væri. Hann sagði mér að Ronaldo myndi bregðast við sparkinu með því að pína varnarmanninn og láta hann óska þess að þurfa aldrei að spila fótboltaleik aftur," skrifar Graeme Murty en það er hægt að sjá allan pistil hans með því að smella hér.

Graeme Murty mætti Cristiano Ronaldo fjórum sinnum frá 2006 til 2008 og Ronaldo skoraði í þremur leikjanna samtals fjögur mörk.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Meistaradeildin / Ekki sparka í Cristiano Ronaldo
Fara efst