Erlent

Ekki reyna að flýta ykkur í Noregi

Óli Tynes skrifar
Jafnvel á milli stærstu bæja í Noregi eru sjaldnast nema tvær akreinar. Og fjallvegirnir....Gud bevare os. En leiðirnar eru rosalega frallegar.
Jafnvel á milli stærstu bæja í Noregi eru sjaldnast nema tvær akreinar. Og fjallvegirnir....Gud bevare os. En leiðirnar eru rosalega frallegar.

Noregur er eitt af ríkustu löndum í heimi. Albanía er eitt af fátækustu löndum í heimi. Á einu sviði hefur þó Albanía vinninginn; þar er betra vegakerfi.

Norska blaðið Aftenposten segir frá því að ný rannsókn sýni að vegir í Noregi séu seinfarnari en vegir í Albaníu. Satt að segja eru norskir vegir seinfarnari en í nokkru öðru Evrópulandi.

Það kemur ekki á óvart þeim sem hefur ferðast um Noreg og upplifað að vegir jafnvel á milli stærstu borga og bæja eru yfirleitt ekki nema tvær akreinar.

Tólf Evrópulönd voru í þessari könnun og miðað var við meðalhraða bíla á milli stærstu borga. Þar sem best lét var meðalhraðinn 108 kílómetrar.

Í Albaníu var hann 68,1 kílómetri. Neðst á listanum lafði Noregur með 65 kílómetra meðalhraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×