Enski boltinn

Ekki miklar líkur á að Fabregas verði með á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd//Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki bjartsýnn á það að þeir Cesc Fabregas og Abou Diaby geti spilað toppslaginn á móti Manchester United á mánudaginn kemur. Þarna mætast tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar og spila upp á toppsætið í deildinni.

Cesc Fabregas ætlaði sér alltaf að ná Manchester United leiknum þegar hann meiddist aftan í læri á dögunum en Wenger efsast um að spænski miðjumaðurinn verði tilbúinn eftir sex daga. Fabregas er þó byrjaður að æfa.

„Hann var á æfingunni í dag og það eru smá líkur á því að hann geti verið með. Það eru samt vel undir fimmtíu prósent líkur á því að hann geti spilað þennan leik," sagði Wenger.

Wenger segir að það séu enn minni líkur á því að Abou Diaby nái leiknum en hann hefur verið frá keppni síðan um miðjan október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×