Innlent

Ekki fleiri kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu síðan í ágúst 2013

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá neyðarmóttöku Landspítalans en mælt með er með því að þolendur kynferðisbrota leiti þangað.
Frá neyðarmóttöku Landspítalans en mælt með er með því að þolendur kynferðisbrota leiti þangað. vísir/Heiða Helgadóttir
Alls voru 27 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í júlí síðastliðnum en ekki hafa fleiri slík brot komið inn á borð lögreglu í einum mánuði síðan í ágúst 2013.

Þetta má sjá í mánaðarskýrslu LRH fyrir júlímánuð en þar kemur fram að fjöldi tilkynninga í júlí sé meiri en að meðaltali síðustu þrjá mánuði á undan og síðustu 12 mánuði.

Þá bárust lögreglunni 90 tilkynningar um ofbeldisbrot í júlí og eru það aðeins færri brot en í júní þegar 96 brot voru tilkynnt.

306 tilkynningar bárust um þjófnaði og eru það ívið fleiri tilkynningar en í júní þegar tilkynningarnar voru 291. Þá voru 64 innbrot tilkynnt til lögreglu í júlí en 55 tilkynningar bárust í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×