Ekki farið á svig við lög með sölu á þriðjungs hlut í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2013 13:27 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að allar meiriháttar ákvarðanir verða teknar á hluthafafundum hjá HS veitum í framtíðinni. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira