Ekki farið á svig við lög með sölu á þriðjungs hlut í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2013 13:27 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að allar meiriháttar ákvarðanir verða teknar á hluthafafundum hjá HS veitum í framtíðinni. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira