Ekki farið á svig við lög með sölu á þriðjungs hlut í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2013 13:27 Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að allar meiriháttar ákvarðanir verða teknar á hluthafafundum hjá HS veitum í framtíðinni. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir fráleitt að farið sé á svig með lög með hluthafasamkomulagi sem gert verði samhliða sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum. Með samkomulaginu eigi að koma í veg fyrir að farið verði í óskyldan rekstur án þess að aukinn meirihluti eigenda sé þess samþykkur. Samkomulag liggur fyrir um sölu um 33 prósent hlutafjár Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæjar og nokkurra minni sveitarfélaga í HS veitum til félagsins Úrsusar, sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða og svo Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Samkvæmt lögum verða veitufyrirtæki að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila. Því hefur verið haldið fram, m.a. af formanni Samfylkingarinnar og oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn, að hluthafasamkomulag sem gert verður samhliða sölunni, kunni að brjóta í bága við lög og með samkomulaginu sé Reykjanesbær að afsala sér meirihlutavaldi við stjórn fyrirtækisins. Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir þetta af og frá. „Það sem nýir væntanlegir hluthafar vilja tryggja sig fyrir og kannski í ljósi sögunnar hvernig farið var með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur í fjárfestingar sem tengdust ekki beint fyrirtækinu, vilja menn tryggja það að ákvarðanir um t.d. stofnun dótturfélaga bæði innanlands og utanlands og kaup eða sala á ákveðnum einingum félagsins eða fyrirtækjum öðrum en fyrirtækið á í dag, verði teknar á hluthafafundi en ekki á stjórnarfundi eins og er samkvæmt samþykktum sem eru í gildi í dag,“ segir Böðvar. Slíkar ákvarðanir verði því teknar af auknum meirihluta eigenda, eða tveimur þriðja hluta, á hluthafafundi og ekki dugi að meirihluti stjórnar fyrirtækisins taki slíkar ákvarðanir. „Það er ekki á nokkurn hátt verið að afsala sér meirihlutavaldi Reykjanesbæjar. Slíkar ákvarðanir yrðu aldrei teknar nema Reykjanesbær kæmi að þeim,“ segir Böðvar. Reykjanesbær fær rúma 1,5 milljarða fyrir þau 15 prósent sem bærinn selur til Úrsusar sem kemur sér vel fyrir bæjarfélagið en Reykjanesbær ásamt fyrirtækjum og stofnunum bæjarins skulda í dag um 30 milljarða króna. Þannig að þið teljið að með þessi sé á engan hátt verið að fara á svig við þau lög sem gilda um meirihlutaábyrgð sveitarfélags á veitum? „Það er alveg fráleitt að tala um það að farið sé á svig við lögin, sem fjalla nú reyndar eingöngu um eignarhaldið, Ef eitthvað er þá er frekar verið að styrkja þá hugmyndafræði að það sé ekki verið að nota fjármuni félagsins sem á að einbeita sér að veiturekstri, í einhverja ótengda starfsemi,“ segir Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira