Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Leigubílstjórar víða um heim eru ósáttir við Uber og hafa mótmælt starfsemi fyrirtækisins harðlega. Þessir tveir krefjast þess að fyrirtækið stöðvi og líkja því við mafíu. Nordicphotos/AFP Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira