Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2014 21:15 Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum. Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum.
Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30