Eitt best falda leyndarmál landsins Hrund Þórsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 20:00 Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Margir Íslendingar hafa gaman af því að skoða landið sitt, en þó leynast faldar perlur víða og ein þeirra er í Landssveit á Suðurlandi. Við skoðuðum stærsta manngerða helli á Íslandi. Færa má rök fyrir því að Hellahellir, sem stendur í túninu hjá Hellum í Landi, sé meðal merkilegustu fornminja á Íslandi. Hann er gerður af manna höndum, er samtals um 200 fermetrar að stærð og hans er getið í heimildum allt frá 14. öld. Fyrstu rituðu heimildirnar um bæinn eru frá árinu 1332 en talið er að hellarnir við hann, sem alls eru þrír talsins, gætu verið frá því fyrir eiginlegt landnám og verið gerðir af Pöpum. Og af hverju er talið að fólk hafi ráðist í þetta verkefni? „Svo að hægt væri að nota þetta sem íverustaði og gripahús. Svo er þetta, eins og reynslan sýnir, óforgengilegt byggingarefni,“ segir Páll Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk, sem sýndi fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 hellinn. Og höfum við einhverjar upplýsingar um hvers konar verkfæri þeir höfðu við að grafa þetta út? „Það var ekki um neitt að ræða nema hamar og meitil. Það er verk sem ég vildi ekki vinna,“ segir Páll. Í veggjum Hellahellis eru ýmiss konar ristur og rúnir. Sumar gætu verið allt frá dögum Papa en aðrar eru nýlegri og urðu þess valdandi að hellirinn er nú lokaður almenningi nema í fylgd heimamanna. „Það er þetta sem fer illa með margar minjar,“ segir Páll. „Menn hugsa ekki eða átta sig ekki á hvað þeir eru að gera.“ Í hellinum er svokallaður Dísukrókur, en talið er að Dísa þessi hafi verið flogaveik eða haldin geðrænum kvillum og því verið bundin föst. „Hún var bara geymd þarna konugreyið, eflaust mjög lengi enda var ekki um annað að ræða svo fólk færi sér ekki að voða eða yrði öðrum til skaða.“ Gat í hellisvegginn og far sem gæti verið eftir reipi styðja söguna um Dísu og einhverjir hafa orðið varir við reimleika í hellinum. Páll kannast þó ekki við það sjálfur. Í Hellahelli er margt áhugavert að sjá en þangað koma fáir gestir. „Þetta er mest best földu leyndarmálum sem ég veit um,“ segir Páll að lokum.Hér má finna nánari upplýsingar um hellinn.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira