Erlent

Eistar ganga að kjörborðinu í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Taavi Roivas, forsætisráðherra Eistlands, er 35 ára gamall og yngsti forsætisráðherra Evrópu.
Taavi Roivas, forsætisráðherra Eistlands, er 35 ára gamall og yngsti forsætisráðherra Evrópu. Vísir/Getty
Eistar kjósa til þings í dag og er talið að Miðjuflokknum, sem hefur tengsl við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, gangi vel.

Flokkurinn er þó ekki vel séður hjá öðrum stjórnmálaflokkum í Eistlandi og má telja líklegt að núverandi samsteypustjórn verði endurnýjuð, að því er fram kemur á vef BBC.

Taavi Roivas, forsætisráðherra landsins, hefur kallað eftir því að ríkisstjórn landsins einbeiti sér að Eistlandi. Þá hefur hann lýst yfir áhyggjum af því Rússar kunni að ýta undir óstöðugleika í fyrrum Sovétríkjum en Eistland var einmitt hluti af því ríkjasambandi.

Rússar hafa ítrekað flogið inn í lofthelgi Eistlands síðustu misseri og á liðnu ári var starfsmaður leyniþjónustu landsins handtekinn í Rússlandi, sakaður um njósnir. Kosningarnar í dag eru því haldnar í skugga erfiðra samskipta við nágrannann í austri auk stríðsins í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×