ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 23:34

Má heita Steđji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia

FRÉTTIR

Einstaka öskusprengingar í Eyjafjallajökli

 
Innlent
18:01 25. MAÍ 2010
Einstaka öskusprengingar í Eyjafjallajökli
MYND/VILHELM

Lítil virkni var í Eyjafjallajökli í dag þó vart hafi orðið við einstaka öskusprengingar. Í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni fyrir daginn í dag segir að mesmegnis stígi vatnsgufa frá eldstöðinni og að greinilega sé mikið gas sjáanlegt umhverfis gíginn. Ellefu jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti undir eldfjallinu, en átta skjálftar mældust þar í gær.

Aðstæður á jöklinum eru svipaðar og í gær, metið út frá vefmyndavél og flugi, en jafnframt er hópur vísindamanna á jöklinum og sáu þeir einnig litla öskusprengingu í gígnum. Bláleitar gufur sjást greinilega úr flugvél og einni fannst sterk brennisteinslykt þegar flogið var suður fyrir eldstöðina.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Einstaka öskusprengingar í Eyjafjallajökli
Fara efst