Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2015 08:00 Vísir/Vilhelm Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira