Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2015 08:00 Vísir/Vilhelm Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira