Eins og minkar í hænsnabúi 29. janúar 2005 00:01 Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira