MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 05:00

Yfirbjóđa fasteignir í „panikk“-ástandi

VIĐSKIPTI

Einna lćgstur tekjuskattur á fyrirtćki á Íslandi

 
Viđskipti innlent
20:18 09. ÁGÚST 2012
Stefán Ólafsson, prófessor viđ Háskóla Íslands.
Stefán Ólafsson, prófessor viđ Háskóla Íslands. MYND/GVA
BBI skrifar

Aðeins 5 lönd af þeim 34 sem teljast til OECD-ríkjanna hafa lægri skattlagningu á fyrirtæki en Ísland. Stefán Ólafsson, prófessor, segir frá þessu á bloggi sínu en tölurnar miðast við árið 2011.

Stefán segir algera vitleysu að fyrirtæki séu skattpínd á Íslandi, en blogg hans er öðrum þræði svar við skrifum formanns Samtaka Iðnaðarins þar sem því er haldið fram að Íslendingar eigi evrópumet í skattahækkunum.


Einna lćgstur tekjuskattur á fyrirtćki á Íslandi
MYND/OECD.ORG

„Fyrir hrun var búið að færa atvinnurekendum, fjárfestum og bröskurum ótrúleg fríðindi í skattamálum á Íslandi. Betri en í sumum erlendum skattaparadísum. Hófleg hækkun skatta á þá eftir hrun hefur litlu breytt. Skilyrðin eru enn góð," segir hann.

Tekjuskattur á fyrirtæki er 20% á Íslandi. Á töflunni hér til hliðar má sjá yfirlit OECD ríkjanna um skattlagningu landa á fyrirtæki. Þar má m.a. sjá að Bandaríkin leggja næstum tvöfaldan skatt á fyrirtæki þar í landi.

Í Viðskiptablaðinu í dag skrifaði Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, um tekjuskatt á fyrirtæki og sagði hann lægri en víðast hvar annars staðar. „Tekjuskattur fyrirtækja er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum," segir í lok greinarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Einna lćgstur tekjuskattur á fyrirtćki á Íslandi
Fara efst