Körfubolti

Einn sigur í síðustu níu hjá Furman

Anton Ingi Leifsson skrifar
Acox í baráttunni.
Acox í baráttunni. Vísir/Vilhelm
Kristófer Acox spilaði í 21 mínútu þegar Furman Paladins tapaði á heimavelli gegn Wofford í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í gærkvöldi. Furman hefur unnið einungis einn af síðustu níu leikjum.

Leikurinn var virkilega jafn og spennandi. Staðan var 25-24 eftir fyrri hálfleikinn og eftir jafna og spennandi síðari hálfleik töpuðu Kristófer og félagar með tveggja stiga mun, 62-60.

Kristófer skoraði þrjú stig og tók fimm fráköst á þeim tíma sem hann spilaði, en John Davis skoraði 20 stig fyrir Furman. Það er mesta sem hann hefur skorað í háskólaboltanum.

Lee Skinner leiddi vagninn fyrir Wofford, en hann skoraði sautján stig.


Tengdar fréttir

Sautján frákasta kvöld hjá Kristófer Acox

Kristófer Acox var með flotta tvennu og fór fyrir endurkomu Furman í 53-49 sigri á Western Carolina en Furman-liðið skoraði meðal annars 19 stig í röð í seinni hálfleiknum.

Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu

Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×