Enski boltinn

Einn nýliði í enska landsliðshópnum | Enginn Sturridge

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling og Clyne eru báðir í hópnum.
Sterling og Clyne eru báðir í hópnum. Vísir/Getty
Roy Hodgson hefur valið enska landsliðshópinn sem mætir San Marinó og Eistlandi í undankeppni EM 2016. England leikur gegn San Marinó á Wembley 9. október og ferðast síðan til Eistlands til að mæta heimamönnum 12. október.

Einn nýliði er í hópnum; Nathaniel Clyne, leikmaður Southampton. Jonjo Shelvey, leikmaður Swansea, er einnig í hópnum, en hann á aðeins einn landsleik að baki, gegn San Marinó 2012.

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, er ekki í hópnum vegna meiðsla.

Hópurinn er annars þannig skipaður:

Markverðir: Fraser Forster (Southampton), Ben Foster (West Bromwich Albion), Joe Hart (Manchester City)

Varnarmenn: Leighton Baines (Everton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), John Stones (Everton)

Miðjumenn: Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Manchester City), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jonjo Shelvey (Swansea City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham Hotspur), Jack Wilshere (Arsenal)

Framherjar: Rickie Lambert (Liverpool), Wayne Rooney (Manchester United), Daniel Welbeck (Arsenal).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×