Sport

Einn af bestu varnarmönnum NFL-deildarinnar snýr aftur eftir að hafa sigrast á krabbameini

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Berry stöðvar hér einn af leikmönnum Seattle Seahawks.
Berry stöðvar hér einn af leikmönnum Seattle Seahawks. Vísir/getty
Eric Berry, varnarmaður Kansas City Chiefs, hóf æfingar með liði sínu í dag tæplega níu mánuðum eftir að hafa verið greindur með krabbamein. Sögðu læknar að hann ætti að geta snúið aftur á völlinn fljótlega en tímabilið í NFL-deildinni hefst eftir rúmar sex vikur.

Berry sem hefur þrisvar verið valinn í stjörnuliðið (e. Pro-bowl) og einu sinni í úrvalslið deildarinnar (e. First-team All pro) var valinn með 5. valrétt í nýliðavalinu 2010 og var ekki lengi að láta til sín taka í ógnarsterkri vörn Kansas City. Var hann valinn í stjörnuliðið á sínu fyrsta tímabili er vörn Kansas City Chiefs tók stórkostlegum framförum.

Í leik liðsins gegn Oakland Raiders þann 20. nóvember síðastliðinn fann Berry fyrir óþægindum í brjóstkassa og kom æxlið í ljós þegar hann gekkst undir ítarlega læknisrannsókn. Vöktu fréttirnar um að hann myndi snúa aftur á völlinn upp mikla athygli og sendi fjöldin allra leikmanna sem og NFL lið honum góðar kveðjur á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×