Innlent

Einn á gjörgæslu eftir bílveltu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þrír voru í bílnum, tveir karlmenn og ein kona, öll á þrítugsaldri. Þau voru öll flutt á Landspítalann í Fossvogi.
Þrír voru í bílnum, tveir karlmenn og ein kona, öll á þrítugsaldri. Þau voru öll flutt á Landspítalann í Fossvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Einn er á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu nærri söluskálanum við Landvegamót á Hellu á öðrum tímanum í dag.

Þrjú voru í bílnum, tveir karlmenn og ein kona, öll á þrítugsaldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum og lögreglunni á Suðurlandi var ökumaður bílsins fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltuna.

Tveir aðrir farþegar bílsins voru fluttir með sjúkrabílum á Landspítalann þar sem þeir eru nú í rannsóknum á bráðamóttöku spítalans.

Lögregla lokaði fyrir umferð um þjóðveginn á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en fjölmennt lið lögreglu og sjúkraflutninga var kallað út.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er þjóðvegurinn enn lokaður. Umferð verður á meðan beint um hjáleið sem liggur inn á Landveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×