Einhleypir karlmenn lengur við heimilisstörf en konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2011 22:00 Það liggur svo sem ekkert fyrir um það hvort karlar eða konur verji meiri tíma í það að taka úr uppþvottavélinni. Mynd/ AFP. Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels