Einhleypir karlmenn lengur við heimilisstörf en konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2011 22:00 Það liggur svo sem ekkert fyrir um það hvort karlar eða konur verji meiri tíma í það að taka úr uppþvottavélinni. Mynd/ AFP. Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira