Einhleypir fá ekki að koma á þorrablót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2014 07:00 Allir sem koma á þorrablót Bolvíkinga skulu koma með mat með sér og skal hann vera í trogum. Mynd/Pétur Þorrablót Bolvíkinga er fastur liður í bæjarfélaginu með tilheyrandi undirbúningi og hefðum. Ein hefðin er að konur bjóða mönnum sínum til blóts. En einungis giftar konur eða í sambúð eiga þó rétt á þátttöku í viðburðinum. Þar af leiðandi geta eingöngu hjón og sambúðarfólk sótt þorrablótið. Sérstök nefnd, sem kosin er árlega, sér um undirbúning og skipulag blótsins. Það er í valdi hverrar nefndar að breyta þessari hefð en enn hefur ekki verið hreyft við henni. Það eru þó ekki allir hrifinr af hefðinni og í samtali við fréttastofu tjáðu nokkrir bæjarbúar þá skoðun sína að hún fylgdi ekki breyttu samfélagi. Fyrst og fremst fer það fyrir brjóstið á fólki að við skilnað sé fólk ekki lengur velkomið á þorrablótið, jafnvel þótt það hafi verið hluti af félagsskapnum í fjöldamörg ár. Aðrir sem ekki eiga kost á að taka þátt í hátíðhöldunum eru einhleypir og samkynhneigðir karlar, þar sem engin kona er í því sambandi sem getur boðið maka sínum. Ekkjur og ekklar eru þó velkomin. Þessi hópur fólks sem ekki fær aðgang að þorrablótinu fær þó að mæta á æfingu á skemmtiatriðum kvöldið fyrir blótið.Ylfa Mist HelgadóttirMynd/Reynir SkargårdYlfa Mist Helgadóttir býr í Bolungarvík en vegna þessara hefða hefur hún ekki áhuga á að sækja blótið. „Ég samgleðst þeim sem hafa ánægju af þorrablótinu. Ég hef þó kosið fyrir mína parta að fara ekki af því að ég gæti lent í þeirri stöðu að vera ekki velkomin eitthvert árið, til dæmis ef maðurinn minn færi frá mér. Ef ég færi einu sinni þá fyndist mér ég hafa samþykkt þessar reglur,“ segir Ylfa Mist. Soffía VagnsdóttirSoffía Vagnsdóttir situr í nefnd þorrablótsins þetta árið. „Nefndin vill alltaf halda í þessa gömlu hefð en umræðan um hvort breyta eigi reglunum kemur upp á hverju ári.“ Soffía segir gamaldags hefðir þó ekki þurfa að vera neikvæðar enda skapi þær ákveðna sérstöðu. „Við nútímafólk virðumst eiga svolítið erfitt með að taka því að það megi ekki allir allt.“ Hún veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef reglunum yrði breytt. „Það er spurning hvort þetta yrði minna eftirsóknarvert og hvort þeir sem hafa haldið tryggð við blótið myndu hætta að koma. Bolvíkingar virðast vilja halda í þessa einstöku sérstöðu hópsins.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Þorrablót Bolvíkinga er fastur liður í bæjarfélaginu með tilheyrandi undirbúningi og hefðum. Ein hefðin er að konur bjóða mönnum sínum til blóts. En einungis giftar konur eða í sambúð eiga þó rétt á þátttöku í viðburðinum. Þar af leiðandi geta eingöngu hjón og sambúðarfólk sótt þorrablótið. Sérstök nefnd, sem kosin er árlega, sér um undirbúning og skipulag blótsins. Það er í valdi hverrar nefndar að breyta þessari hefð en enn hefur ekki verið hreyft við henni. Það eru þó ekki allir hrifinr af hefðinni og í samtali við fréttastofu tjáðu nokkrir bæjarbúar þá skoðun sína að hún fylgdi ekki breyttu samfélagi. Fyrst og fremst fer það fyrir brjóstið á fólki að við skilnað sé fólk ekki lengur velkomið á þorrablótið, jafnvel þótt það hafi verið hluti af félagsskapnum í fjöldamörg ár. Aðrir sem ekki eiga kost á að taka þátt í hátíðhöldunum eru einhleypir og samkynhneigðir karlar, þar sem engin kona er í því sambandi sem getur boðið maka sínum. Ekkjur og ekklar eru þó velkomin. Þessi hópur fólks sem ekki fær aðgang að þorrablótinu fær þó að mæta á æfingu á skemmtiatriðum kvöldið fyrir blótið.Ylfa Mist HelgadóttirMynd/Reynir SkargårdYlfa Mist Helgadóttir býr í Bolungarvík en vegna þessara hefða hefur hún ekki áhuga á að sækja blótið. „Ég samgleðst þeim sem hafa ánægju af þorrablótinu. Ég hef þó kosið fyrir mína parta að fara ekki af því að ég gæti lent í þeirri stöðu að vera ekki velkomin eitthvert árið, til dæmis ef maðurinn minn færi frá mér. Ef ég færi einu sinni þá fyndist mér ég hafa samþykkt þessar reglur,“ segir Ylfa Mist. Soffía VagnsdóttirSoffía Vagnsdóttir situr í nefnd þorrablótsins þetta árið. „Nefndin vill alltaf halda í þessa gömlu hefð en umræðan um hvort breyta eigi reglunum kemur upp á hverju ári.“ Soffía segir gamaldags hefðir þó ekki þurfa að vera neikvæðar enda skapi þær ákveðna sérstöðu. „Við nútímafólk virðumst eiga svolítið erfitt með að taka því að það megi ekki allir allt.“ Hún veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef reglunum yrði breytt. „Það er spurning hvort þetta yrði minna eftirsóknarvert og hvort þeir sem hafa haldið tryggð við blótið myndu hætta að koma. Bolvíkingar virðast vilja halda í þessa einstöku sérstöðu hópsins.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira