Einfalt val: nei við þjóðkirkju Egill Óskarsson skrifar 9. október 2012 06:00 Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar