Einfalt val: nei við þjóðkirkju Egill Óskarsson skrifar 9. október 2012 06:00 Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun