Viðskipti innlent

Einar hættir sem forstjóri Olís

Bjarki Ármannsson skrifar
Einar Benediktsson hefur starfað sem forstjóri frá því í ársbyrjun 1993.
Einar Benediktsson hefur starfað sem forstjóri frá því í ársbyrjun 1993.
Einar Benediktsson hefur óskað eftir því við stjórn Olís að láta af störfum forstjóra á komandi hausti. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi samstarfsfólki sínu í dag.

Í póstinum segir Einar þessa ákvörðun vera mikil tímamót í lífi sínu og að henni tekinni hugist hann taka sér frí í næstu viku.

Einar hefur starfað sem forstjóri Olís frá því í ársbyrjun 1993. Hann var þar áður framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar.

Tölvupóstinn frá Einar til starfsmanna sinna má lesa hér að neðan í heild sinni:

Kæra samstarfsfólk.



Ég hef óskað eftir við stjórn félagsins að láta af störfum forstjóra Olís á komandi hausti.

Þetta eru mikil tímamót í mínu lífi og að mér sækja margvíslegar hugsanir. Mér er þó efst í huga að hafa átt með ykkur svo farsælt samstarf í rúma tvo áratugi. Að þessari ákvörðun tekinni ætla ég að taka mér frí í næstu viku.

Með bestu kveðju,

Einar Benediktsson

Forstjóri







Fleiri fréttir

Sjá meira


×