Erlent

Eina leiðin var í gegnum eldinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar flýja þurfti Fort McMurray á þriðjudaginn.
Þegar flýja þurfti Fort McMurray á þriðjudaginn.
Um 80 þúsund íbúar Fort McMurray í Kanda þurftu að flýja heimili sín í flýti í vikunni vegna skógarelda.  Flestum tókst að flýja suður úr bænum, en um 25 þúsund þurftu að flýja í norður. Þar eru engir bæjir eða borgir heldur eingöngu vinnubúðir fyrir olíuvinnslu.

Nú þurfa flestir þeirra að keyra aftur í gegnum borgina til þess að komast í skjól. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa engar fregnir borist af slysum á fólki.

Enn er ekki búið að ná tökum á eldinum og hefur hún nú brennt minnst 100 þúsund hektara. Rúmlega 1.100 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn með 145 þyrlum, 22 flugvélum og alls konar búnaði. Ljóst er að verk þeirra mun þó ekki duga. Eldurinn muni halda áfram þangað til það byrjar að rigna.

Hér má sjá myndand sem tekið var úr bíl þegar íbúar borgarinnar þurftu að flýja í flýti. Eina leiðin var nánast í gegnum eldinn.

Íbúarnir sem þurftu að flýja í norðurátt og hafa haldið til þar síðan þar í búðum þar sem olíuvinnsla hefur farið fram. Núna er hins vegar byrjað að flytja fólk í hollum í gegnum Fort McMurray til suðurs. Þetta verður í fyrsta sinn íbúarnir munu sjá þær gífurlegu skemmdir sem orðið hafa á borginni.

Flestir eru á leiðinni til nærliggjandi bæja þar sem verið er að koma á laggirnar aðstöðu fyrir fólkið. Þegar er búið að flytja um átta þúsund manns frá vinnubúðunum með þyrlum og flugvélum. Ljóst er þó að um 80 þúsund íbúar borgarinnar munu ekki geta snúið aftur á næstu vikum. Þar að auki eru fjölmargir sem eiga ekkert til að snúa aftur til. Hundruð heimila og fyrirtækja brunnu.

 Darby Allen, slökkviliðsstjóri Fort McMurray, sendi frá sér skilaboð í nótt um að starfsmenn sýnir væru enn á fullu við að reyna að bjarga því sem bjargað yrði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×