Körfubolti

Ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar áfram í Hólminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Austin Magnús Bracey.
Austin Magnús Bracey. Mynd/Heimasíða Snæfells
Austin Magnús Bracey mun leika með Snæfelli í Domnios-deild karla í körfubolta næsta vetur en þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

Austin Magnús gerði eins árs samning við Snæfell en auk þess að spila með meistaraflokknum þá mun hann þjálfa áfram yngri flokka félagsins.

Austin Magnús er 24 ára bakvörður sem er að fara spila sitt fimmta tímabil á Íslandi næsta vetur.

Austin Magnús Bracey var með 17,5 stig, 4,3 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Snæfelli í Dominos-deild karla á síðustu leiktíð.

Austin Magnús er hörku skytta en hann skoraði 3,3 þriggja stiga körfur í leik og hitti úr 46,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna.

„Frekari undirritanir eru framundan hjá Snæfell körfu og munum við upplýsa ykkur um stöðu mála," segir í fréttinni inn á heimasíðu Snæfells.

Austin Magnús Bracey var í þriðja sæti yfir bestu þriggja stiga skotnýtinguna í Dominos-deildinni og það var bara Njarðvíkingurinn Stefan Bonneau sem skoraði fleiri þrista að meðaltali.

Austin Magnús Bracey kom til Snæfells fyrir síðasta tímabil en hann lék þar á undan tvö ár með Hetti og eitt tímabil með Val.

Austin Magnús er sonur Val Bracy sem skoraði 29.0 stig að meðaltali með Fram í úrvalsdeild karla frá 1981 til 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×