Viðskipti innlent

Eimskip hættir við smíði gámaskips í Kína

ingvar haraldsson skrifar
Eimskip er með 18 skip í rekstri.
Eimskip er með 18 skip í rekstri. vísir/gva
Eimskip hefur hætt við að láta smíða fyrir sig gámaskip í Kína sem fyrirtækið hefur þegar greidd 13,1 milljón dollara, jafnviðri 1.700 milljóna íslenskra króna vegna smíðinnar.



Í tilkynningu frá Eimskipum
kemur fram að smíði skipsins hafi ekki gengið samkvæmt áætlun og ljóst sé að frekari tafa sé að vænta.

Því hafi Eimskip ákveðið að nýta sér rétt sinn í samningnum við skipasmíðastöðina og hætta við smíðina. Félagið fer fram á að fá útlagðan kostnað vegna skipasmíðanna endurgreidda auk vaxta.

Skipið sem um ræðir er seinna skipið sem Eimskip samdi um að láta smíða fyrir sig í Kína árið 2011. Fyrra skipið Lagarfoss var afhent félaginu í júní á síðasta ári og hefur það reynst mjög vel í rekstri félagsins samkvæmt tilkynningu frá Eimskipum.

Eimskip hyggst nú skoða aðra möguleika í fjárfestingu á sambærilegu skipi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×