Viðskipti innlent

Eignast tvö prósent í Kviku

Hörður Ægisson skrifar
Stefán Eiríks Stefánssson, forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Kviku.
Stefán Eiríks Stefánssson, forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Kviku.
Stefán Eiríks Stefánsson, forstöðumaður gjaldeyris­miðlunar Kviku fjárfestingabanka, á rúmlega 1,8 prósenta hlut í bankanum. Félagið Eiríks ehf., sem er í eigu Stefáns, eignaðist hlutinn í lok síðasta árs og er á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Kviku. Stefán Eiríks tók við starfi yfirmanns gjaldeyrismiðlunar Kviku í október 2015.

Mikil viðskipti hafa verið með bréf í Kviku að undanförnu. Þannig var tilkynnt um kaup VÍS á um 22 prósenta hlut í bankanum í síðustu viku. Miðað við kaupverðið í þeim viðskiptum er bankinn metinn á um 7,5 milljarða. Skömmu áður höfðu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson og Sigurður Bollason fjárfestir keypt samanlagt um 15 prósenta hlut í bankanum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×