Innlent

Eiginkona Ólafs: „Ekkert er gefið í þessu lífi“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi.
Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ólafur Ólafsson er með brákað bringubein, tognuð eða trosnuð liðbönd framan á hálsliðnum og brot á neðsta hálslið eftir að hafa verið á meðal farþega í þyrlu sem nauðlenti á Henglinum í fyrrakvöld.

Hann er einnig með sprungu neðarlega í baki á einum hryggjarlið. Hann er gríðarlega kvalinn að sögn Ingibjargar Kristjánsdóttur, eiginkonu hans, sem deilir nýjustu tíðindum af eiginmanni sínum á Facebook. 



Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt og eiginkona Ólafs Ólafssonar.
Eins og við vitum þá er hann Ólafur töffari og lætur þetta ekki koma sér úr jafnvægi frekar en önnur „erfið verkefni“ sem hann hefur tekist á við s.l misseri. Enda var hann í eins góðu formi fyrir slysið og hægt er að hugsa sér af fimmtíu og níu ára manni, þökk sé m.a. vini hans Magnúsi Guðmundssyni cross fit þjálfara sem hefur átt sinn þátt í því að Ólafur er í frábæru líkamlegu formi!“

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, bauð upp á Crossfit þjálfun á meðan á dvöl þeirra á Kvíabryggju stóð
Ingibjörg segir atburðinn minna enn og aftur á að ekkert sé gefið í þessu lífi. Allt geti breyst á augabragði.

„Við erum þakklát forsjóninni að ekki fór ver og enginn hlaut lífshættuleg meiðsl þó að eflaust munu þeir allir þurfa að glíma við verki og eymsli næstu mánuðina á meðan sárin gróa.“

Ólafur var farþegi í vélinni, sem er í hans eigu, en með í för voru þrír viðskiptafélagar hans frá Norðurlöndunum auk reynds íslensks þyrluflugmanns. 

Færslu Ingibjargar í heild má sjá hér að neðan.


 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×