Innlent

Eiga að skila 10 milljóna afgangi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
LbhÍ Meirihluti akademískra starfsmanna hefur verið hlynntur sameiningu LbhÍ og HÍ.
LbhÍ Meirihluti akademískra starfsmanna hefur verið hlynntur sameiningu LbhÍ og HÍ. Fréttablaðið/Hörður
Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (LbhÍ) hefur borist staðfesting frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um að skila eigi inn uppfærðri rekstraráætlun skólan sem geri ráð fyrir tíu milljóna króna rekstrarafgangi á þessu ári.

Í síðustu fundargerð háskólaráðs LbhÍ segir að unnið sé að því að koma henni saman og skila inn svo fljótt em auðið verði.

Drögum að rekstraráætlun til þriggja ára var skilað inn um mánaðamótin mars/apríl á þessu ári. Ágúst Sigurðsson, fráfarandi rektor skólans, sagði þá að í henni væru dregin saman seglin í rekstri skólan um sem næmi 70 milljónum króna á ári. Að óbreyttu þyrfti að skera niður um 15 stöðugildi í skólanum.

Ágúst Sigurðsson
Ljóst var að niðurskurðar og endurgreiðslu á uppsöfnuðum halla yrði krafist af hálfu ríkisins þegar fyrr á árinu kom í ljós að aðstandendur skólans höfnuðu sameiningu við Háskóla Íslands og fyrirhugaðri uppbyggingu tengri þeim samruna.

Í fundargerð háskólaráðsins kemur fram að Ágúst Sigurðsson hafi ekki sóst eftir endurráðningu, en skipunartími hans rennur út í lok þessa mánaðar. Dr. Björn Þorsteinsson, aðstoðarrektor kennslumála hefur verið skipaður rektor tímabundið á meðan staðan er auglýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×