Fótbolti

Eiður Smári og félagar á toppinn í Belgíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári í leik með Club Brugge.
Eiður Smári í leik með Club Brugge. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge unnu Genk, 2-0, í meistaraumspilinu í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sex efstu liðin í belgísku deildinni leika í umspili um titilinn og mætast heima og að heiman og komst Club Brugge á toppinn með sigrinum í kvöld en liðið er með 38 stig rétt eins og Standard Liege en með ögn betra markahlutfall.

Daninn Jesper Jörgensen skoraði fyrra mark heimamanna á 71. mínútu og Tom De Sutter það síðara á 88. mínútu, sex mínútum eftir að Eiður Smári kom inn á sem varamaður.

Club Brugge er búið með fjóra leiki í umspilinu en Standard Liege þrjá þannig Standard getur hirt efsta sætið aftur með sigri gegn Lokeren á heimavelli annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×