Fótbolti

Eiður Smári kynntur inn með Víkingaklappinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen með Meistaradeildarbikarinn.
Eiður Smári Guðjohnsen með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen verður aðalgesturinn í Fantasy Football show fyrir Meistaradeild Evrópu í þessari viku en þá fer fram lokaumferð riðlakeppninnar.

UEFA auglýsti komu Eiðs Smára með beinni vísun í ævintýri hans með íslenska landsliðinu í fótbolta á EM í Frakklandi í sumar.

Eiður Smári fór að sjálfsögðu fyrir Víkingaklappinu með þáttarstjórnendum Fantasy Football show.

Það má sjá þessa skemmtilegu auglýsingu hér fyrir neðan.







Eiður Smári hefur spilað með fimm af þeim liðum sem verða í sviðsljósinu næstu tvö kvöld eða liðunum Barcelona, PSV Eindhoven, Monakó, Tottenham og Club Brugge. Eiður hefur síðan spilað á móti flestum hinna.

Eiður Smári hefur bæði spilað flesta leiki í Meistaradeildinni (45) og skorað flest mörk í Meistaradeildinni (7) af íslenskum fótboltamönnum.  Hann vann Meistaradeildina með Barcelona 2009 en það tímabil spilaði hann einmitt sína síðustu leiki í Meistaradeildinni.

Lokaleikur Eiðs Smára í Meistaradeildinni var 6. Maí 2009 þegar hann kom inn á sem varamaður í liði Barcelona á móti hans gömlu félögum í Chelsea og á hans gamla heimavelli Stamford Bridge.

Eiður Smári var í hópnum í úrslitaleiknum á móti Manchester United 27. maí 2009 en kom ekki við sögu 2-0 sigri Barca á Ólympíuleikvanginum í Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×