Fótbolti

Eiður Smári: Gott að fá seinna markið svona fljótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik frá því gegn Króatíu í nóvember 2013 og hélt upp á það með marki í sigrinum á Kasakstan í dag.



Sjá einnig: Einkunnir íslenska liðsins.



„Já, þetta var skemmtilegt og heppnaðist vel,“ sagði Eiður í samtali við RÚV eftir leikinn.

„Það var mikilvægt að halda hreinu og við héldum boltanum vel,“ sagði Eiður og bætti við að íslenska liðið hefði verið meðvitað um veikleika Kasakstan.

„Það var mikið svæði milli línanna sem við nýttum okkur vel. Við vissum líka að þeir eru gjarnir á að gera klaufaleg mistök,“ sagði Eiður en Andrei Sidelnikov, markvörður Kasakstan, gerði stóra skyssu í aðdraganda fyrsta marksins sem Eiður skoraði. Markið má sjá hér að neðan.

Bolton-maðurinn sagði að annað markið hefði komið á góðum tíma.

„Við þurftum að vera einbeittir en mér fannst þeir aldrei setja okkur undir pressu.

„Það var svo mjög gott að fá seinna markið svona fljótt eftir það fyrsta, það róaði okkur,“ sagði Eiður að lokum.


Tengdar fréttir

Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum

Emil Hallfreðsson mætir ekki alveg eins til leiks í dag og í síðasta landsleik í nóvember. Hann ákvað að minnast föður síns með sérstökum hætti þegar hann fékk sér húðflúr með honum á handlegginn.

Þrjú mörk og þrjú stig í Astana

Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×