Efnilegasti skákmaður Íslands 18. nóvember 2011 15:00 Hjörvar Steinn Grétarsson er Íslandsmeistari í atskák og efnilegasti skákmaður Íslands. Hjörvar Steinn Grétarsson er 18 ára Verzlingur, fótboltaunnandi og vantar aðeins einn áfanga til að verða næsti stórmeistari Íslendinga í skák. Hann segir lífið ekki bara snúast um skákina og stundar félagslífið af krafti. Hjörvar er nýkominn heim frá Grikklandi þar sem hann tók þátt í Evrópumótinu í skák með íslenska skáklandsliðinu. Þar tefldi hann glæsilega og tryggði sér tvo stórmeistaraáfanga – sem þýðir að hann vantar aðeins einn upp á til að verða fjórtándi Íslendingurinn til að hampa þessum eftirsóknaverða titli. „Ég byrjaði að tefla þegar ég var sex ára. Ég var í Rimaskóla þar sem alltaf hefur verið mikið teflt, þannig að það var áhuginn í skólanum á skák sem dreif mig áfram. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stærðfræði þannig að þetta átti vel við mig. Mér fannst þetta strax frábært, það varð einhver tenging þarna." Það kom fljótt í ljós að Hjörvar var á heimavelli í skákinni. Hann varð Íslandsmeistari barna níu ára gamall og hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur aðeins fimmtán ára. „Það var hrikalega gaman. Upp úr því fór ég að setja mér markmið. Ég ákvað að reyna að komast í landsliðið og það gekk eftir á síðasta ári. Svo var ég búinn að ákveða að reyna að verða stórmeistari án þess að setja mér sérstök tímamörk á það. Ég vissi bara að ef ég myndi halda áfram myndi það koma á endanum, mér finnst þetta það gaman og þegar maður er áhugasamur tekur maður alltafframförum." Þótt Hjörvar hafi ekki sett sér tímamörk er ekki hægt að líta framhjá því að hann er yngsti Íslendingurinn sem náð hefur stórmeistaraáfanga, en heiðrinum deilir hann með Hannesi Hlífari Stefánssyni. Aldur Hjörvars og frábær frammistaða vakti líka athygli á mótinu í Grikklandi þar sem hann gegndi lykilhlutverki í landsliðinu. Hann hóf mótið á að sigra einn sterkasta skákmann heims, Alexei Shirov og tefldi svo tvær skákir á fyrsta borði, en yngri skákmaður hafði ekki gert það í 59 ár. Hjörvar lauk svo mótinu með því að tryggja sér tvöfaldan stórmeistaraáfanga, og var árangur hans stór þáttur í því að Íslendingarnir urðu óopinberir Norðurlandameistarar. Hjörvar lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og þvertekur fyrir það að lífið snúist bara um skákina. Hann er á þriðja ári í Verzlunarskólanum og gefur sér tíma til að stunda námið og félagslífið af krafti. Hann hlær að spurningu blaðamanns um hvort hann upplifi sig sem skákrokkstjörnu á göngum skólans, en segir þó að flestir viti eitthvað af afrekum hans í skákheiminum. „Sumir halda náttúrulega að ég eigi mér ekki líf út af þessu en það er alls ekki þannig. Það gefst tími fyrir allt ef maður skipuleggur sig nógu vel. Ég elska til dæmis fótbolta og gef mér alltaf tíma fyrir hann." Spurður hvort vinir og jafnaldrar hans skilji skákáhugann segir hann það ekki algilt. „Bestu vinir mínir hafa verið það lengi í kringum mig að þeir skilja þetta. En það eru alltaf einhverjir sem finnst óskiljanlegt að ég nenni þessu eða finnist þetta gaman. Það truflar mig ekkert, ég hef lengi hugsað að ég haldi áfram þangað til ég hætti að hafa gaman af því að tefla. Það er engin ástæða til að halda áfram í einhverju sem maður hefur ekki ánægju af, hvort sem maður er góður eða ekki." Hjörvar er ekki nærri hættur enn, því nú finnst honum gaman. Hann ætlar að halda áfram að undirbúa sig fyrir næstu mót sem færa hann enn nær áfanganum. „Nú þarf ég að passa mig að staðna ekki, það er mjög algengt á þessum tíma. Það er lokaspretturinn sem reynist erfiðastur, en það er gott að gera þetta á meðan maður er ungur." bergthora@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hjörvar Steinn Grétarsson er 18 ára Verzlingur, fótboltaunnandi og vantar aðeins einn áfanga til að verða næsti stórmeistari Íslendinga í skák. Hann segir lífið ekki bara snúast um skákina og stundar félagslífið af krafti. Hjörvar er nýkominn heim frá Grikklandi þar sem hann tók þátt í Evrópumótinu í skák með íslenska skáklandsliðinu. Þar tefldi hann glæsilega og tryggði sér tvo stórmeistaraáfanga – sem þýðir að hann vantar aðeins einn upp á til að verða fjórtándi Íslendingurinn til að hampa þessum eftirsóknaverða titli. „Ég byrjaði að tefla þegar ég var sex ára. Ég var í Rimaskóla þar sem alltaf hefur verið mikið teflt, þannig að það var áhuginn í skólanum á skák sem dreif mig áfram. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stærðfræði þannig að þetta átti vel við mig. Mér fannst þetta strax frábært, það varð einhver tenging þarna." Það kom fljótt í ljós að Hjörvar var á heimavelli í skákinni. Hann varð Íslandsmeistari barna níu ára gamall og hlaut titilinn Skákmeistari Reykjavíkur aðeins fimmtán ára. „Það var hrikalega gaman. Upp úr því fór ég að setja mér markmið. Ég ákvað að reyna að komast í landsliðið og það gekk eftir á síðasta ári. Svo var ég búinn að ákveða að reyna að verða stórmeistari án þess að setja mér sérstök tímamörk á það. Ég vissi bara að ef ég myndi halda áfram myndi það koma á endanum, mér finnst þetta það gaman og þegar maður er áhugasamur tekur maður alltafframförum." Þótt Hjörvar hafi ekki sett sér tímamörk er ekki hægt að líta framhjá því að hann er yngsti Íslendingurinn sem náð hefur stórmeistaraáfanga, en heiðrinum deilir hann með Hannesi Hlífari Stefánssyni. Aldur Hjörvars og frábær frammistaða vakti líka athygli á mótinu í Grikklandi þar sem hann gegndi lykilhlutverki í landsliðinu. Hann hóf mótið á að sigra einn sterkasta skákmann heims, Alexei Shirov og tefldi svo tvær skákir á fyrsta borði, en yngri skákmaður hafði ekki gert það í 59 ár. Hjörvar lauk svo mótinu með því að tryggja sér tvöfaldan stórmeistaraáfanga, og var árangur hans stór þáttur í því að Íslendingarnir urðu óopinberir Norðurlandameistarar. Hjörvar lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og þvertekur fyrir það að lífið snúist bara um skákina. Hann er á þriðja ári í Verzlunarskólanum og gefur sér tíma til að stunda námið og félagslífið af krafti. Hann hlær að spurningu blaðamanns um hvort hann upplifi sig sem skákrokkstjörnu á göngum skólans, en segir þó að flestir viti eitthvað af afrekum hans í skákheiminum. „Sumir halda náttúrulega að ég eigi mér ekki líf út af þessu en það er alls ekki þannig. Það gefst tími fyrir allt ef maður skipuleggur sig nógu vel. Ég elska til dæmis fótbolta og gef mér alltaf tíma fyrir hann." Spurður hvort vinir og jafnaldrar hans skilji skákáhugann segir hann það ekki algilt. „Bestu vinir mínir hafa verið það lengi í kringum mig að þeir skilja þetta. En það eru alltaf einhverjir sem finnst óskiljanlegt að ég nenni þessu eða finnist þetta gaman. Það truflar mig ekkert, ég hef lengi hugsað að ég haldi áfram þangað til ég hætti að hafa gaman af því að tefla. Það er engin ástæða til að halda áfram í einhverju sem maður hefur ekki ánægju af, hvort sem maður er góður eða ekki." Hjörvar er ekki nærri hættur enn, því nú finnst honum gaman. Hann ætlar að halda áfram að undirbúa sig fyrir næstu mót sem færa hann enn nær áfanganum. „Nú þarf ég að passa mig að staðna ekki, það er mjög algengt á þessum tíma. Það er lokaspretturinn sem reynist erfiðastur, en það er gott að gera þetta á meðan maður er ungur." bergthora@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira