Ef væri ég söngvari... Auður Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun