Erlent

Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar

Yfirvöld í Líberíu óttast nú frekari útbreiðslu ebólu.
Yfirvöld í Líberíu óttast nú frekari útbreiðslu ebólu. vísir/ap
Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum.

Læknirinn, Tom Frieden, segir að átak sem ekki eigi sinn líkan í sögunni þurfi að koma til svo hægt sé að koma böndum á faraldurinn.

Rúmlega 1400 manns hafa nú orðið veirunni að bráð samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og talið er að tæplega þrjúþúsund manns séu sýkt.

Þetta er því stærsti ebólufaraldur sögunnar og hefur Líbería orðið verst úti, en þar liggja rúmlega sexhundruð manns í valnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×