Lífið

Ebert ekki hrifinn af Contraband

Ekki hrifinn Rogert Ebert, einn frægasti kvikmyndagagnrýnandi Bandaríkjanna, er ekki hrifinn af Contraband eftir Baltasar Kormák. Myndin fær ágætis dóma í bandarískum miðlum en hún skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum.
Ekki hrifinn Rogert Ebert, einn frægasti kvikmyndagagnrýnandi Bandaríkjanna, er ekki hrifinn af Contraband eftir Baltasar Kormák. Myndin fær ágætis dóma í bandarískum miðlum en hún skartar Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum.
Tveir af virtustu gagnrýnendum Bandaríkjanna eru ekki sammála um ágæti Contraband, fyrstu Hollywood-kvikmyndar Baltasars Kormáks. Myndin verður frumsýnd í dag í Bandaríkjunum í 3.300 kvikmyndasölum en hún er dýrasta kvikmynd íslensks leikstjóra, kostaði tæplega 41 milljón dollara í framleiðslu. Myndin verður frumsýnd hér á landi í næstu viku.

Owen Gleiberman hjá Entertainment Weekly gefur Contraband fína umsögn á vefsíðu blaðsins. Hann setur myndina í svokallaðan B-flokk, segir hana halda áhorfendanum við efnið og í janúar sé það virðingarvert. Hann segir að þótt söguþráðurinn sé þvældur haldi myndin sjó. Robert Ebert hjá Chicago Sun-Times er hins vegar ekki á sama máli. Hann gefur myndinni einungis tvær stjörnur, gagnrýnir söguþráðinn og handritið harðlega og lýkur dómi sínum á því að segjast hafa verið meira spenntur yfir bröttum rúllustiga kvikmyndahússins en myndinni sjálfri.

Bæði Hollywood Reporter og Variety eru hins vegar jákvæð í garð Contraband. Fyrrnefnda blaðið telur myndina nægjanlega góða til að geta skilað góðu búi til Universal og Variety er á sama máli, það telur hins vegar að vinsældirnar eigi eftir að verða töluverðar utan Ameríku. Kvikmyndavefirnir rottentomatoes.com og metacritic.com, sem taka saman gagnrýni af vefnum, höfðu gefið myndinni einkunn í gær. Contraband fékk 50 af hundraði á rottentomatoes en 53 af hundraði hjá metacritic. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×