Erlent

Dularfullir dauðdagar diplómata

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vitaly Churkin lést í lok febrúar, degi fyrir 65 ára afmælisdag sinn.
Vitaly Churkin lést í lok febrúar, degi fyrir 65 ára afmælisdag sinn. vísir/epa
Sex rússneskir diplómatar hafa látið lífið á skömmum tíma. Samsæriskenningar hafa farið á flug vegna dauðsfallanna en sumir telja ótrúlegt að um tilviljun sé að ræða.

Vitaly Churkin, fastafulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjónuðum, lést í síðustu viku eftir að hafa veikst skyndilega á leið til vinnu. Í upphafi var talið að hann hefði fengið hjartaáfall en krufning leiddi í ljós að dánarorsök var önnur.

Í janúar létust sendiherra Rússlands í Indlandi, konsúllinn í Aþenu og í nóvember lést annar rússneskur erindreki í New York. Allir létust snögglega eftir óvænt veikindi.

Dauðsföll síðustu tveggja erindrekanna voru öllu ofbeldisfyllri. Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var skotinn til bana á listasýningu í Ankara 19. desember síðastliðinn. Sama dag var Petr Polshikov, starfsmaður utanríkisþjónustunnar, myrtur í íbúð sinni í Moskvu.

Að lokum má nefna að fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustunni KGB, Oleg Erovinkin, fannst myrtur í skotti bíls síns annan dag jóla. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×