Erlent

Drógu hraðbanka á brott með vörubíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjófarnir að störfum.
Þjófarnir að störfum.
Lögreglan í Covington í Bandaríkjunum leita nú tveggja manna sem stálu vörubíl og hraðbanka. Vörubílnum stálu þeir til þess að nota hann til að rífa hraðbankann út úr anddyri verslunar í borginni. Atvikið, sem átti sér stað á þriðjudaginn, náðist á öryggisvélar hraðbankans.

Á myndbandinu sjást mennirnir tveir aka upp að hraðbankanum á vörubíl merktum „Thornhurst Country Club Estates“. Þeir hlaupa svo inn og setja keðju utan um hraðbankann og aftan í bílinn og aka svo á brot. Eitthvað virðist þó hafa klikkað þar sem keðjan slitnaði aftan úr bílnum.

Mennirnir þurftu því að bakka upp á nýtt og festa keðjuna aftur. Því næst óku þeir á brott með hraðbankann í eftirdragi.

Samkvæmt Times Tribune fannst hluti hraðbankans nærri staðnum þar sem ránið fór fram, en bíllinn hefur ekki fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×