Draumurinn að Harpa standi undir sér Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2013 13:28 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir reksturinn vera langhlaup. Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forstjóri Hörpu segir það ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjú ár hver rekstrargrundvöllur hússins verði en miklu skipti að fasteignagjöld hússins lækki, en þau nema einni milljón króna á dag. Draumurinn sé að Harpa standi undir sér í framtíðinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að verulega hefur dregið úr tapi á rekstri Hörpu á þessu ári, eða um rúmar 280 milljónir króna. Fasteignagjöld eru rekstrinum þung, en fallist hefur verið á það fyrir dómi að kveða til matsmenn til að endurmeta þau. Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu segir ekki liggja fyrir hversu mikið fasteignagjöldin gætu lækkað að loknu nýju mati, ef þau lækki þá nokkuð. „Hvað það verður er mjög erfitt að spá um. En auðvitað getum við sagt, eins og menn þekkja úr fyrri áætlanagerð, að menn höfðu búist við að fasteingagjöldin yrðu jafnvel helmingi lægri,“ segir Halldór. En í dag eru fasteignagjöldin 355 milljónir króna eða um milljón á dag. Ef gjöldin lækkuðu um helming yrðu þau um 180 milljónir króna á ári. En ríki og borg greiða 160 milljónir króna á ári til rekstrarins næstu þrjú árin, eða til ársins 2016. Því má segja að borgin greiði til baka til Hörpu rúmlega einn fimmta af fasteignagjöldunum á ári og ríkið hefur einnig töluverðar virðisaukaskatstekjur af starfsemi í húsinu. Þannig að ef Harpa fengi sitt í gegn með fasteignagjöldin og framlag ríkis og borgar félli niður, þá væri Harpa svipuð stödd og hún er í dag? „Þetta er alveg fullkomlega réttlætanleg og eðlileg spurning. En þarna erum við auðvitað að horfa á að við erum að stefna á það að bæta reksturinn umtalsvert,“ segir Halldór. Og hann hefur nú þegar batnað um 120 milljónir frá síðasta ári. „Við megum ekki gleyma því að þetta er langhlaup og við erum í sjálfu sér bara nýlögð af stað. Húsið hefur verið opið í tvö ár og við teljum að það séu mikil sóknarfæri, t.d. á ráðstefnusviðinu þar sem aukningin er 40 til 50 prósent á þessu ári,“ segir hann. Fleiri sóknarfæri liggi fyrir. Þá muni bygging hótels við Hörpu hjálpa mikið til, sérstaklega varðandi ráðstefnuhald. En miða áætlanir við að það þurfi alltaf að koma til framlög frá ríki og borg? „Við erum ekki með þær áætlanir uppi við núna. Okkar áætlun sem við vinnum eftir nær til 2016 og þetta eru bara of stórir óvissuþættir til að hægt sé að svara þessu almennilega,“ segir Halldór.En er draumurinn að húsið geti staðið undir sér sjálft?„Það er sannarlega draumur og ósk sem við reynum öll að vinna að,“ segir Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira