Körfubolti

Dramatík í Stykkishólmi

Gunnhildur skoraði 14 stig fyrir Snæfell í dag.
Gunnhildur skoraði 14 stig fyrir Snæfell í dag. vísir/eyþór
Snæfell og Skallagrímur unnu góða sigra í Dominos-deild kvenna, en þrír leikir voru í deildinni í dag.

Snæfell vann Grindavík, 75-72, í háspennuleik í Stykkishólmi, en staðan var 37-38, Grindavík í vil í hálfleik.

Staðan var jöfn 69-69 þegar 1:42 var eftir, en Snæfell sigldi fram úr á lokakaflanum og vann mikilvægan sigur.

Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði 35 stig fyrir Snæfell, en hún var stigahæst á vellinum. Hún tók þar að auki tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Ashley Grimes var stigahæst hjá gestunum í Grindavík með 24 stig, en hún tók tíu fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Snæfell er í öðru sætinu með 18 stig, en Grindavík er í sjöunda og næst neðsta sæti með sex stig.

Skallagrímur vann sex stiga sigur á Njarðvík, 78-72, en engar upplýsingar hafa borist um þann leik.

Skallagrímur er í þriðja sætinu með átján stig, líkt og Snæfell, en Njarðvík er í sjötta sætinu með tíu stig.

Leik Stjörnunar og Hauka er lýst hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×