Enski boltinn

Dramatík á lokamínútum leiksins á St. James Park | Öll úrslit dagsins

Vísir/Getty
Fimm leikir fóru fram í enska boltanum klukkan tvö, en þar ber hæst að nefna sigur Stoke á Manchester City.

Swansea vann afar góðan sigur á WBA og Morgan Schneiderlin var í stuði þegar Southampton vann west Ham á útivelli.

Neil Warnock tapaði í sínum fyrsta leik með Crystal Palace, en liðið tapaði 3-2 gegn Newcastle.

Að lokum vann QPR þýðingarmikinn sigur á Sunderland, 1-0, en Charli Austin skoraði sigurmarkið.

Úrslit dagsins:

Manchester City - Stoke 0-1

0-1 Mame Biram Diouf (58.)

Newcastle United - Crystal Palace 3-3

0-1 Dwight Gayle (1.), 1-1 Daryl Janmaat (38.), 1-2 Jason Puncheon (48.), 2-2 Rolando Aarons (74.), 3-2 Mike Williamsson (88.), 3-3 Wilfried Zaha (93).

QPR - Sunderland 1-0

1-0 Charlie Austin (45.)

Swansea - WBA 3-0

1-0 Nathan Dyer (2.), 2-0 Wayne Routledge (24.), 3-0 Nathan Dyer (71.)

West Ham - Southampton 1-3

1-0 Mark Noble (27.), 1-1 Morgan Schneiderlin (45.), 1-2 Morgan Schneiderlin (68.), 1-3 Graziano Pelle (83.)


Tengdar fréttir

Diouf hetja Stoke á Etihad

Stoke City vann afar óvæntan sigur á Etihad þegar liðið sigraði Englandsmeistarana í Manchester City. Mame Biram Diouf skoraði eina mark leiksins.

Chelsea vann í mögnuðum leik á Goodison

Það var frábær knattspyrnuleikur á Goodison Park í dag þegar Chelsea heimsótti Everton í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Chelsea vann 6-3 í mögnuðum leik.

Van Gaal leitar enn að fyrsta sigrinum

Manchester United leitar enn að sínum fyrsta sigri undir stjórn Louis van Gaal i alvöru leik, en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Burnley í fyrsta leik dagsins.

Gylfi frábær í sigri Swansea

Gylfi Sigurðsson átti þátt í tveimur mörkum Swansea þegar liðið sigraði WBA, 3-0. Gylfi átti skínandi leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×