Fótbolti

Dortmund slapp með skrekkinn og slapp úr botnsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Reus og Adrian Ramos fagna þriðja marki Borussia Dortmund í kvöld.
Marco Reus og Adrian Ramos fagna þriðja marki Borussia Dortmund í kvöld. Vísir/Getty
Borussia Dortmund fagnaði sínum fyrsta sigri í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið vann 3-2 útisigur á Augsburg. Dortmund komst í 3-0 í leiknum en var síðan næstum því búið að henda frá sér sigrinum þegar Augsburg-liið skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum.

Borussia Dortmund tapaði 2-0 á móti Bayer Leverkusen í fyrstu umferðinni um síðustu helgi og sat því í botnsætinu eftir fyrsta leik.

Marco Reus var maðurinn á bak við tvö fyrstu mörkin hjá Dortmund sem komu bæði á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Reus skoraði fyrrra markið á 11. mínútu eftir sendingu frá Kevin Grosskreutz og lagði síðan upp annað markið fyrir miðvörðinn Sokratis Papastathopoulos. Grikkinn skoraði með skalla eftir horn Reus á 14. mínútu.

Adrián Ramos skoraði þriðja mark Dortmund á 78. mínútu eftir sendingu frá Henrikh Mkhitaryan og það stefndi í öruggan sigur hjá lærisveinum Jürgen Klopp.

Augsburg gafst ekki upp og varamenn liðsins skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum. Það fyrra skoraði Argentínumaðurinn Raúl Bobadilla en það síðara skoraði Slóveninn Tim Matavz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×