Fótbolti

Dortmund byrjar vel á nýju ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dortmund er átta stigum á eftir toppliði Bayern München.
Dortmund er átta stigum á eftir toppliði Bayern München. vísir/getty
Borussia Dortmund vann sinn fyrsta keppnisleik á árinu þegar liðið lagði Borussia Mönchengladbach, 1-3, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Marco Reus, Henrikh Mkhitaryan og Ilkay Gündogan skoruðu mörk Dortmund sem er með 41 stig í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Bayern München.

Mönchengladbach er hins vegar í 4. sæti deildarinnar með 29 stig.

Stuttgart vann mikilvægan sigur á Köln, 1-3, í botnbaráttunni. Þetta var annar sigur Stuttgart í röð en liðið hefur fengið átta stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Hoffenheim og Bayer Leverkusen skildu jöfn, 1-1. Jiloan Hamad kom Hoffenheim yfir á 40. mínútu en Ömer Toprak jafnaði metin 15 mínútum fyrir leikslok.

Leverkusen er í 5. sætinu með 28 stig, einu stigi á eftir Mönchengladbach. Hoffenheim er hins vegar í erfiðum málum í 17. og næstneðsta sæti deildarinnar.

Úrslitin í dag:

Mönchengladbach 1-3 Dortmund

0-1 Marco Reus (41.), 0-2 Henrikh Mkhitaryan (50.), 1-2 Raffael (58.), 1-3 Ilkay Gündogan (75.).

Köln 1-3 Stuttgart

1-0 Anthony Modeste, víti (19.), 1-1 Daniel Didavi (51.), 1-2 Timo Werner (51.), 1-3 Christian Gentner (83.).

Hoffenheim 1-1 Leverkusen

1-0 Jiloan Hamad (40.), 1-1 Ömer Toprak (75.).

Ingolstadt 1-0 Mainz 05

1-0 Moritz Hartmann, víti (41.).

Hannover 96 1-2 Darmstadt 98

1-0 Hugo Almeida (10.), 1-1 Sandro Wagner (31.), 1-2 Wagner (47.).

Hertha Berlin 0-0 Augsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×