Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins 7. desember 2006 10:24 MYND/E.Ól Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd. Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd.
Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“