Viðskipti innlent

Dohop tilnefnt til tveggja ferðaverðlauna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop.
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. Vísir/Stefán
Íslenska fyrirtækið Dohop hefur verið tilnefnt til tveggja verðlauna, annars vegar World Travel Awards sem það vann í fyrra og til lesendaverðlauna USA Today. Bandaríska dagblaðið USA Today hefur tilnefnt íslenska flugleitarvefinn Dohop í flokknum Besta ferðalagaapp eða vefsíða í lesendaverðlaunum sínum. Dohop hlýtur þar tilnefningu ásamt stórum fyrirtækjum í ferðabransanum eins og leigubílaappinu Uber, Sixt og Kayak.

USA Today er einn stærsta fréttamiðill Bandaríkjanna, en daglega lesa samtals um 7 milljónir manna USA Today á netinu og í prenti. Alls eru 20 fyrirtæki tilnefnd í sama flokki og Dohop, fyrirtæki sem eru misstór og með breiðan fókus en eru teljast þó öll skara framúr á sínu sviði.

Það er hópur sérfræðinga um ferðalög hjá USA Today, 10Best, sem ákveður hvaða fyrirtæki eru að skara framúr og það eru þau sem völdu Dohop. Lesendur USA Today kjósa síðan sigurvegara úr þeim 20 fyrirtækjum sem tilnefnd eru, segir í tilkynningu frá Dohop.

Kosningin er opin öllum og hægt er að kjósa Dohop hér.

“Þessi tilnefning er auðvitað frábær. Vonandi verður hún til þess að vekja meiri athygli á Dohop í Bandaríkjunum enda stór nöfn á borð við Uber sem eru tilnefnd í sama flokki. Við tökum svona keppni fagnandi og förum auðvitað bara í hana til þess að vinna,” segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop.

Hér má sjá upplýsingar um World Travel Awards og hér er hægt að kjósa Dohop.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×