Viðskipti innlent

Dögg dæmd til að greiða 300 milljónir

Dögg Pálsdóttir situr uppi með verðlaus verðbréf í SPRON.
Dögg Pálsdóttir situr uppi með verðlaus verðbréf í SPRON.

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að kaup Daggar Pálsdóttur, lögmanns og fyrrverandi varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, og sonar hennar, á stofnfjárbréfum í SPRON fyrir um hálfan milljarð króna, verður ekki rift.

Bréfin voru keypt af Saga Capital Fjárfestingabanka árið 2005. Bankinn lánaði þeim fyrir bréfunum.

Áður hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt þrotabú í eigu Daggar og sonar hennar, Páls Ágústs Ólafssonar, til að greiða Saga Capital tæpar 300 milljónir króna vegna lánsins.

Dögg vildi rifta samningunum og vildi meina að Saga Capital hefði beitt blekkingum í viðskiptunum.

Í niðurstöðu Hæstaréttar segir meðal annars að mæðgin hafi haft bæði mikla þekkingu á viðskiptum á verðbréfamarkaði og reynslu af viðskiptum með stofnfjárbréf sparisjóða. Því yrði viðskiptunum ekki rift.

Það gerir það að verkum að mæðgin þurfa að greiða Saga Capital þessar 300 milljónir. Þá þurfa þau einnig að greiða milljón í málskostnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×