Erlent

DNA úr klósettskál leiðir lögreglu að innbrotsþjóf

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Karlmaður hefur verið handtekinn fyrir innbrot og þjófnað í Bandaríkjunum eftir að DNA úr honum fannst á vettvangi innbrots. Lögreglan segir að hann hefði átt að sturta sönnunargögnum sem hann skildi eftir niður.

Lögreglumenn tengdu mann að nafni Ramon Herrera við innbrotið sem framið var í síðasta mánuði. Þá braust hann inn á heimili fólks sem var í fríi og stal þaðan skartgripum sem metnir eru á 250 þúsund dali, eða um 30 milljónum króna.

Samkvæmt AP fréttaveitunni fór hann þó á klósettið og sturtaði ekki niður eftir sig. Þá drakk hann einnig úr kókdós sem hann tók úr ískápnum og skildi eftir á vettvangi. DNA úr manninum fannst bæði á kókdósinni og í klósettinu.

Herrera segist aftur á móti vera saklaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×