Sport

Djokovic í undanúrslit

Ingvi Þór sæmundsson skrifar
Djokovic hefur betur í innbyrðis viðureignum gegn Andy Murray.
Djokovic hefur betur í innbyrðis viðureignum gegn Andy Murray. Vísir/Getty
Novak Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í átta-manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir í New York.

Djokovic, sem situr í efsta sæti heimslistans, hafði betur í fjórum settum (7-6, 6-7, 6-2, 6-4), en leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 32 mínútur.

Serbinn mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum á morgun, en sá síðarnefndi vann Stan Wawrinka frá Sviss í fimm settum (3-6. 7-5, 7-6, 6-7, 6-4) í átta-manna úrslitunum. Seinna í dag fara svo fram seinni tveir leikirnir í átta-manna úrslitunum. Þar mætast annars vegar Tom Berdych og Marin Cilic og hins vegar Roger Federer og Gaël Monfils.

Djokovic hefur einu sinni hrósað sigri á Opna bandaríska - fyrir þremur árum þegar hann lagði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitaleik.


Tengdar fréttir

Wozniacki skellti Sharapovu

Fyrrum unnusta kylfingsins Rory McIlroy, Caroline Wozniacki, blómstrar á vellinum líkt og Rory eftir skilnaðinn.

Murray og Djokovic mætast

Andy Murray og Novak Djokovic mætast í átta-manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Djokovic búinn að gifta sig

Það rekur hver gleðidagurinn annan hjá serbneska tenniskappanum Novak Djokovic þessa dagana.

Nadal verður ekki með á opna bandaríska

Spænski tenniskappinn sem er ríkjandi meistari tilkynnti á Facebook-síðu sinni að hann gæti ekki tekið þátt í opna bandaríska meistaramótinu að þessu sinni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×