Sport

Djokovic datt út á móti Hyeon Chung | „Vann átrúnaðargoðið sitt“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hyeon Chung og Novak Djokovic eftir leik.
Hyeon Chung og Novak Djokovic eftir leik. Vísir/Getty
Serbíumaðurinn Novak Djokovic er úr leik á opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hann datt út á móti Kóreumanni í dag.

Hinn 21 árs gamli Hyeon Chung, sem er í 58. sæti á heimslistanum, vann viðureign þeirra 7-6 (4), 7-5, 7-6 (3) og tryggði sér með því sæti í átta manna úrslitum.

Hyeon Chung verður ekki eini lítt þekkti spilarinn í átta manna úrslitunum því þar verður einnig Bandaríkjamaðurinn Tennys Sandgren sem var aðeins í 97. sæti á heimslistanum fyrir mótið.





Tennys Sandgren sló út Dominic Thiem en Thiem er í 5. sæti á heimslistanum eða 892 sætum ofar en Sandgren.

Þeir Hyeon Chung og Tennys Sandgren mætast í átta manna úrslitunum og því er öruggt að annar þeirra keppir í undanúrslitum í ár.

Hyeon Chung varð atvinnumaður árið 2014 en hann hefur aldrei áður komist svona langt á risamóti. Besti árangur hans var 3. umferð á opna franska meistaramótinu í fyrra. Í viðtölum eftir sigurinn talaði Chung um að hann hefði þarna verið að vinna átrúnaðargoðið sitt.







Í átta manna úrslitunum á opna ástralska meistaramótinu mætast:

Rafael Nadal frá Spáni og Marin Cilić frá serbíu                                  

Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og Kyle Edmund frá Bretlandi                            

Tennys Sandgren frá Bandaríkjunum og Chung Hyeon frá Suður Kóreu

Tomás Berdych frá Tékklandi og Roger Federer frá Sviss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×